Akstur og trúss
Í Hólaskjóli er í boði stuðningur við ferðahópa. Við erum að fá til okkar gönguhópa, hjólreiðafólk og hestafólk. Hvernig sem fólk ferðast, þá getum við aðstoðað. Við sjáum um trúss fyrir hópa og akstur með ferðamenn.
Við skutlum hópum á upphafs og endastað eftir því á hvorum enda leiðanna ferðalangar byrja og sjáum um flutning á farangri á milli gististaða fyrir þá sem það kjósa
Við erum með tvo 20 sæta 4x4 bíla auk þessa að vera með trússjeppa.
Við erum búin tækjum til að sjá um trúss og akstur með hópa sumar sem vetur.
Út frá Hólaskjóli erum við að þjónusta gönguleiðina frá Langasjó eða Sveinstindi í Skælinga og Hólaskjól. Einnig þjónustum við Strútsstíg frá Hólaskjóli í Hvanngil á Laugaveginum.
Við tengjum áfangastaði eftir óskum, svo sem Landmannalaugar, Strút, Hvanngil, Sveinstind, Langasjó, Kirkjubæjarklaustur og Vík.
Við bjóðum akstur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Okkar áhersla er að veita topp þjónustu á Fjallabakssvæðinu. Okkar starfsstöð í Hólaskjóli.
Hægt er að fá dagsferðir með leiðsögn um svæðið fyrir hópa eða einstaklinga.
Við getum sótt hópa nokkurnvegin hvert sem er en vinsælt er að hefja ferð í Hólaskjóli. Þangað er hægt að komast á venjulegum bílum og upplagt að leggja bílnum og fara þaðan í jeppa eða 4x4 trukk frá Hólaskjóli.
Reykjavík, Vík, Kirkjubæjarklaustur, Hólaskjól, Sveinstindur, Langisjór, Eldgjá, Gjátindur, Skælingar, Strútslaug, Strútur, Hvanngil, Landmannalaugar, Mælifell eða Fjallabakssvæðið er okkar kjörlendi.
Bókið eða sendir fyrirspurn á holaskjol(at)holaskjol.com