Langisjór

Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul

Langisjór

Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 ferkm. að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. og teygir hann sig suðvestur frá jöklinum. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið, og inn í þau skerast firðir og víkur. Við suðurendan er Sveinstindur kenndur við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing í Vík. Sveinstindur er 1092 m. á hæð yfir sjávarmál. Uppganga á hann er tiltölulega auðveld og á flestra færi, hækkun um 400m.

Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 ferkílometrar að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. Langisjór teygir sig suðvestur af Vatnajökli. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið og inn í þau skerast firðri og víkur.


Veiði í Langasjó

Veiði Langisjór

Góð bleikjuveiði er í Langasjó. Veiðihús er á tanga við vesturenda Langasjávar.

Veiðifélag Skaftártungumanna sem saman stendur af um 20 landeigendum er eigandi veiðiréttar í Langasjó. Veiðréttur er leigður til Icetrek ehf sem er jafnframt rekstraraðili Hólaskjóls. Icetrek ehf selur og ráðstafar veiðirétti í Langasjó og aðliggjandi vötnum í Fögrufjöllum, alls 9 vötnum. Einnig sér félagið um rekstur og útleigu á veiðhúsinu við vatnið.

Veiðidagur í Langasjó kostar 5.000 kr á stöng. Hægt er að bóka eða panta veiðileyfi eða veiðihúsið í Hólaskjóli eða holaskjol@holaskjol.com

Hægt er að greiða með ferðagjöfinni.

 

Bleikja Langisjór

Helstu veiðistaðir eru við veiðihúsið við suðurenda vatnsins og meðfram vatninu að norðan, með Breiðbak. Góð veiði getur verið við norðurenda Langasjávar. Til að komast þangað að keyra Breiðbak norður fyrir Langasjó. Þaðan er hægt að ganga inn að Útfalli þar sem fellur úr Langasjó út í Skaftá. Við Útfallið getur verið góð veið en þangað er drjúg ganga og ekki hægt að komast á bíl.

 

Veiðihús við Langasjó

Hús til leigu!

Veiðihús stendur á nesi syðst við Langasjó.  Í húsinu er svefnpokapláss fyrir 4 í kojum og 2 á tvíbreiðum svefnsófa. Eldað er á gasi. Salerni er í húsinu en sækja þarf vatn með fötum í Langasjó til að sturta niður og vaska upp. Veiðileyfi í Langasjó er innifalið í leigu. Þeir sem erum með veiðihúsið til leigu, hafa leyfi til að tjalda við það. Þeir sem ekki eru með veiðihúsið til leigu verða að tjalda á tjaldsvæði sem Vatnajökulsþjóðgarður starfrækir fyrir gesti. Þar hefur þjóðgarðurinn komið upp góðri aðstöðu með salernum og rennandi vatn fyrir tjaldgesti auk þess sem landvörður frá Vatnajökulsþjóðgarði er með viðveru á svæðinu hluta úr degi.

 

Ekið að Langasjó

Þegar ekið er að Langasjó er ekin F208, hægt er að nálgast frá Landmannalaugum eða úr Skaftártungu. Beygt er inn á F235 um það bil 3 km ofan við Eldgjá. Að öllu jöfnu opnar F235 um mánaðarmótin júní/júlí. Hægt er að fylgjast með opnun fjallvega á upplýsingavef Vegagerðarinnar

http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/sudurland-faerd-kort/

Kort og gagnlegar upplýsingar:
Kort.
Google maps.

Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918) 


Langisjór er stórt stöðuvatn suðvestan við Vatnajökul. Hann er 27 ferkm. að flatarmáli, 20 km langur og 2 km á breidd þar sem hann er breiðastur. Hæð yfir sjávarmál er 662 m. og teygir hann sig suðvestur frá jöklinum. Austan Langasjávar liggur fjallgarður sem heitir Fögrufjöll, frá þeim ganga víða klettahöfðar fram í vatnið, og inn í þau skerast firðir og víkur. Við suðurendan er Sveinstindur kenndur við Svein Pálsson lækni og náttúrufræðing í Vík. Sveinstindur er 1092 m. á hæð yfir sjávarmál. Uppganga á hann er tiltölulega auðveld og á flestra færi, hækkun um 400m.

 

Langisjór er friðlýstur og er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Vatnajökulsþjóðgarður er með landvörslustöð við Langasjó. Þar hefur þjóðgarðurinn komið upp tjaldsvæði fyrir gesti.

Upplýsingar um Eldgjá og Hólaskjól hálendismiðstöð   Hólaskjól-Hálendismiðstöð
880 Kirkjubæjarklaustri 
Símanúmer  

S: +354 855 5812
S: +354 855 5813 

Netfang   holaskjol (at) holaskjol.com

Hvar erum við?

Hér er Hólaskjól hálendismiðstöð. EldgjáSmelltu hér eða á kortið til að sjá staðsetningu Hólaskjóls.

Ferðaupplýsingar

Hvernig á að komast í Eldgjá, Hálendismiðstöðina Hólaskjól   Vantar þig leiðbeiningar um hvernig þú átt að komast til okkar? Smelltu þá hér.