Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt, t.d. er aðeins 5 mínútna gangur upp hrauntunguna að fallegum nafnlausum fossi í Syðri-Ófæru, sem margir kalla Silfurfoss eða Litla-Gullfoss, en við viljum nefna Huldufoss. Í Hólaskjóli er mjög gott skjól af hrauninu og hólunum og þar verður nánast aldrei hvassviðri.
Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Hæðirnar eru aðskildar og hvor þeirra með sérinngang, eldunaraðstöðu, WC og sturtu.
Þrjú smáhýsi eru einnig leigð út og taka þau 4 í gistingur hægt er að leigja rúmföt og fá þrif.
Í smáhýsum er WC en sturta á tjaldsvæði.
Öll húsin eru með eldunaraðstöðu.
Langisjór gisting og veiðileyfi í Langasjó fyrir allt að 6 manns.
Tjaldstæði er mjög gott, með salernisaðstöðu og sturtu.
Hestahópar eru velkomnir, góð aðstaða og heysala er á staðnum